Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 02. júlí 2019 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Che Adams: Southampton getur unnið ensku úrvalsdeildina
Mynd: Getty Images
Southampton keypti í gær framherjann Che Adams frá Birmingham á fimmtán milljónir punda.

Hinn 22 ára gamli Adams skoraði 22 mörk með Birmingham í Championship deildinni á síðasta tímabili. Er hann var 14 ára komst hann ekki að hjá Coventry. Hann gafst ekki upp og fór úr því að leika í ensku utandeildunum í það að vera úrvalsdeildarleikmaður með Southampton.

Hann er með háleit markmið núna þegar hann er kominn til Southampton. Hann ætlar sér að vinna ensku úrvalsdeildina með dýrlingunum.

„Þetta er risastórt félag og augljóslega viljum við vinna deildina. Þú verður að setja þér ný markmið til að ná og með hópnum sem ég sá hér á síðasta tímabili er engin ástæða fyrir því að við getum ekki unnið deildina," sagði Adams í samtali við heimasíðu Southampton, en einnig er fjallað um þetta hjá Birmingham Mail.

Southampton hafnaði í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner