Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 02. júlí 2019 17:22
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is 
„Ég held að Óli sé orðinn heill heilsu"
Ólafur Karl Finsen faðmar Ólaf Jóhannesson.
Ólafur Karl Finsen faðmar Ólaf Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólaf­ur Karl Fin­sen, sem hef­ur verið besti maður Vals í sum­ar, hef­ur verið frá vegna meiðsla í síðustu tveim­ur leikj­um liðsins í Pepsi Max-deildinni.

Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, segir að von­ir standi til að hann verði með gegn KA á fimmtu­dag­inn í 12. umferð deildarinnar.

„Ég held að Óli sé orðinn heill heilsu en það kem­ur bet­ur í ljós á æf­ing­unni á morg­un. Hann æfði létt í gær og von­andi verður hann bara til­bú­inn í KA leik­inn," segir Ólaf­ur Jóhannesson við Guðmund Hilmarsson á mbl.is.

Eftir erfiða byrjun á tímabilinu eru Valsmenn að klífa upp töfluna. Liðið hefur fengið góðan liðsstyrk en sóknarmaðurinn Patrick Pedersen hefur verið keyptur til baka.

„Hann mæt­ir á æf­ingu á morg­un. Hann er í topp­st­andi og ef fé­laga­skipt­in verða kom­in í gegn fyr­ir fimmtu­dag­inn þá verður hann mjög lík­lega í leik­manna­hópn­um á móti KA," segir Ólafur.

12. umferð Pepsi Max-deildarinnar er ansi dreifð:

fimmtudagur 4. júlí
18:00 Valur-KA (Origo völlurinn)

föstudagur 5. júlí
19:15 Stjarnan-Grindavík (Samsung völlurinn)

laugardagur 6. júlí
14:00 ÍA-Fylkir (Norðurálsvöllurinn)
16:00 ÍBV-KR (Hásteinsvöllur)

sunnudagur 7. júlí
19:15 Breiðablik-HK (Kópavogsvöllur)

mánudagur 8. júlí
19:15 FH-Víkingur R. (Kaplakrikavöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner