Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 02. júlí 2019 11:49
Elvar Geir Magnússon
Lampard búinn að ná samkomulagi við Chelsea
Frank Lampard.
Frank Lampard.
Mynd: Getty Images
Mirror segir að Frank Lampard hafi náð samkomulagi við Chelsea um þriggja ára samning og verði kynntur formlega sem nýr stjóri í dag eða á morgun.

Lampard mun yfirgefa Derby County eftir eitt ár hjá félaginu en aðstoðarmaður hans þar, Jody Morris, mun fylgja honum á Stamford Bridge.

Undirbúningstímabilið hjá Derby fór af stað í gær en Lampard fékk frí á fyrsta degi til að klára viðræður við Chelsea.

Lampard er goðsögn hjá Chelsea og markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. Hann vann ellefu stóra titla á leikmannaferli sínum þar, þar á meðal ensku úrvalsdeildina þrisvar og Meistaradeildina 2012.

Hann tekur við af Maurizio Sarri sem lét af störfum eftir eitt tímabil til að taka við Juventus. Chelsea vann Evrópudeildina og endaði í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar undir stjórn Sarri á liðnu tímabili.

Lampard verður fyrsti Englendingurinn sem Roman Abramovich ræður í fast starf sem stjóri en það verður verk að vinna fyrir Lampard enda er Chelsea í tveggja glugga kaupbanni.

Derby er sagt vera með Philip Cocu, fyrrum stjóra PSV Eindhoven og Fenerbahce, efstan á óskalistanum til að taka við af Lampard. Guardian segir að Derby sé nálægt því að ná samkomulagi við Cocu.
Athugasemdir
banner