Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 02. júlí 2019 19:16
Brynjar Ingi Erluson
Landsliðskona frá Sviss fannst látin í Como-vatni
Florijana Ismaili er látin
Florijana Ismaili er látin
Mynd: Getty Images
Svissneska landsliðskonan Florijana Ismaili fannst látin í Como-vatni í dag en þetta fékkst staðfest í dag. Líkið fannst í 204 metra dýpi.

Ismaili var aðeins 24 ára gömul en hún var ásamt vinkonum sínum í fríi við Como-vatn er hún lenti í alvarlegu slysi.

Vinkonur hennar ákváðu að kalla eftir hjálp og hefur vel mannað leitarteymi leitað að henni en hún fannst þó ekki fyrr en í dag.

Hún fannst í 204 metra dýpi í Como-vatni.

Ismaili lék með Young Boys í Sviss auk þess sem hún hafði leikið fyrir landslið Sviss frá árinu 2014.

Xherdan Shaqiri, leikmaður Liverpool og svissneska landsliðsins, vottaði fjölskyldum hennar og vinum samúð sína á samskiptamiðlinum Twitter meðal annars en sorgin er mikil í Sviss þessa stundina.



Athugasemdir
banner
banner
banner