Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 02. júlí 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lucas við Atletico: Verðið alltaf í hjarta mínu
Mynd: Getty Images
Lucas Hernandez er kominn til Bayern München frá Atletico Madrid. Kaupin á þessum 23 ára varnarmanni voru staðfest í mars, en hann varð opinberlega leikmaður Bayern í gær.

Bayern borgar 80 milljónir evra fyrir hann og er hann dýrasti leikmaður í sögu þýska stórveldisins.

Lucas, sem varð Heimsmeistari með Frökkum í fyrra, hefur verið á mála hjá Atletico frá 11 ára aldri. Hann skrifaði bréf til stuðningsmanna Atletico í gær. Marca birtir það.

„Ég vil þakka öllu fólkinu hjá félaginu: stjórnarmönnum, þjálfurum, starfsfólki og öðrum sem hafa komið svo vel fram við," skrifar Lucas.

„Ég vil sérstaklega þakka öllum liðsfélögum mínum í gegnum árin fyrir hjálpina og hlýjuna."

„Ekki vil ég gleyma hinum mögnuðu stuðningsmönnum Atletico sem hafa alltaf hvatt mig til að bæta mig."

„Takk fyrir kærlega. Þið verðið alltaf í hjarta mínu."
Athugasemdir
banner
banner