Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 02. júlí 2019 21:31
Brynjar Ingi Erluson
Phil Neville: Skildum allt eftir á vellinum
Phil Neville reynir að hughreysta Steph Houghton en hún klúðraði vítaspyrnunni örlagaríku undir lok leiks
Phil Neville reynir að hughreysta Steph Houghton en hún klúðraði vítaspyrnunni örlagaríku undir lok leiks
Mynd: Getty Images
„Leikmennirnir mínir gáfu allt í leikinn. Við vildum skilja allt eftir á vellinum og við gerðum það," sagði Phil Neville, þjálfari enska kvennalandsliðsins eftir 2-1 tapið gegn Bandaríkjunum í undanúrslitum HM í Frakklandi.

Neville hefur gert magnaða hluti með enska liðið og barðist það vel í kvöld gegn ríkjandi heimsmeisturum. Christen Press kom bandaríska liðinu yfir en enska liðið svaraði strax með marki frá Ellen White.

Alex Morgan kom heimsmeisturunum aftur yfir en Englendingar pressuðu vel í restina. White kom knettinum aftur í netið en VAR dæmdi það af. Þá fékk enska liðið víti en Alyssa Naeher var ekki í vandræðum með að verja frá Steph Houghton.

„Við vorum bara búnar á því. Ég bað þær um að spila fótbolta á þann veg sem við vildum. Við gerðum okkar besta og ég sagði þeim að það verða engin tár í kvöld."

„Markið sem var dæmt af var rangstaða. Við höfum fengið ákvarðanir frá VAR í okkar hag. Við héldum bara áfram. Millie Bright átti ekki að fá gult spjald í fyrri hálfleik og dómarinn var ekki alveg með tök á leiknum. Síðan misstum við mann af velli og þá var þetta erfitt."

„En ég gat ekki beðið um meira. Við höfum haft ótrúlega gaman af því að vera hérna. Steph Houghton hefur átt ótrúlegt ár og hún er mögnuð persóna bæði innan og utan vallar. Hún verður í sárum en hún hefur samt átt geggjað mót og það á alls ekkert að kenna henni um þetta tap,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner