banner
   þri 02. júlí 2019 20:04
Brynjar Ingi Erluson
Rodgers að landa Ayoze Perez frá Newcastle
Ayoze Perez í leik með Newcastle
Ayoze Perez í leik með Newcastle
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester City, virðist vera að landa spænska framherjanum Ayoze Perez frá Newcastle. Allir stærstu miðlar Bretlandseyja greina frá þessu.

Perez er 25 ára gamall og uppalinn hjá spænska félaginu Tenerife en Newcastle United keypti hann árið 2014.

Hann hefur verið í algeru lykilhlutverki hjá Newcastle síðustu ár en hann gerði 13 mörk í 41 leik með liðinu á síðustu leiktíð.

Hann á aðeins tvö ár eftir af samningnum sínum hjá Newcastle og ljóst að hann ætlar ekki að framlengja við félagið en það eru allar líkur á því að hann semji við Leicester City á næstu dögum.

Perez hefur verið í viðræðum við Leicester síðustu daga og er samkomulag í höfn samkvæmt ensku miðlunum.

Leicester kemur til með að borga Newcastle 16 milljónir punda fyrir þjónustu hans.
Athugasemdir
banner
banner