þri 02. júlí 2019 09:30
Magnús Már Einarsson
Solskjær vill fá Longstaff til Man Utd
Powerade
Sean Longstaff er orðaður við Manchester United.
Sean Longstaff er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Lovren gæti verið á leið til AC Milan.
Lovren gæti verið á leið til AC Milan.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin elska sumarið þar sem mikið er af kjaftasögum. Kíkjum á það helsta í dag.



Sporting Lisabon hefur hafnað 31 milljóna punda tilboði frá Manchester United í miðjumanninn Bruno Fernandes (24). (Gazzetta dello Sport)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur beðið forráðamenn félagsins að kaupa miðjumanninn Sean Longstaff (21) á 25 milljónir punda frá Newcastle. (Star)

Umboðsmenn Neymar (27) ætla að funda með Barcelona í dag um mögulega endurkomu Brasilíumannnsins. (Mail)

Riftunarverðið í samningi Antoine Griezmann (28) hjá Atletico Madrid hefur lækkað úr 179 milljónum punda niður í 109 milljónir punda og Barcelona ætlar að kaupa hann. (Star)

Barcelona er sagt tilbúið að borga 100 milljóna punda riftunarverð í samningi Lautaro Martinez (21) framherja Inter. (Corriere dello sport)

Umboðsmenn Dejan Lovren (29), varnarmanns Liverpool, hafa verið í viðræðum við AC Milan. (Mirror)

Frank Lampard náði í gær samkomulagi um að taka við Chelsea en þetta verður tilkynnt mjög fljótlega. (Mail)

Derby ætlar að fá Philip Cocu til að taka við stjórstöðunni af Lampard. Cocu var rekinn frá Fenerbahce í október. (Telegraph)

Arsenal býðst að kaupa Nabil Fekir (25) frá Lyon á 30 milljónir punda en hann var nálægt því að ganga í raðir Liverpool í fyrra. (Mirror)

Manchester City er að kaupa framherjann Felix Correia (18) frá Sporting Lisabon á 3,1 milljón punda. (Times)

Crystal Palace vill kaupa Carl Jenkinson (27) frá Arsenal á fimm milljónir punda til að fylla skarð Aaron Wan-Bissaka sem fór til Manchester United á dögunum. (Sun)

Sevilla er að reyna að halda Wissam Ben Yedder (28) en Manchester United hefur sýnt framherjanum áhuga. (Express)

Arsenal er að undirbúa tólf milljóna punda tilboð í Jarrod Bowen (22) framherja Hull. (Sun)

Hollenski framherjinn Hossein Zamani (16) hjá Ajax er á óskalista Manchester United, Manchester City og AC Milan. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner