sun 02. ágúst 2020 11:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Björn Bergmann á leið í ÍA?
Björn Bergmann Sigurðarson.
Björn Bergmann Sigurðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Sögusagnir eru um að Björn Bergmann Sigurðarson gæti verið á leið í ÍA í Pepsi Max-deildinni.

Talað var um það í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær. Björn Bergmann er samningsbundinn Rostov í Rússlandi en hann var á láni hjá APOEL í Kýpur síðustu mánuði. Hann spilaði hins vegar ekki leik þar áður en mótinu var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Hinn norski Kare Ingebrigtsen, sem fékk Björn til APOEL, var rekinn í starfi eftir að Skagamaðurinn kom til félagsins.

„Það er nóg af kjaftasögum sem komið hafa af Akranesi, flestar snúa að því að það sé verið að reyna að sækja leikmennina þeirra. Ég heyrði að Björn Bergmann gæti spilað með ÍA," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum.

„Jói Kalli er hálfbróðir hans og allt það. Það er ekkert að frétta hjá Birni Bergmanni í Rússlandi. Hann var á láni og er ekki vinsælt orðið limbó? Þetta er góður leigubíll."

Björn Bergmann, sem er 29 ára, á að baki 17 A-landsleiki fyrir Ísland og hefur í þeim skorað eitt mark.

ÍA er í áttunda sæti Pepsi Max-deildarinnar en ljóst er að Björn Bergmann myndi styrkja lið Skagamanna gríðarlega.
Bikaryfirferð - ÍBV og Fram að gera gott mót
Athugasemdir
banner
banner
banner