Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 02. ágúst 2020 14:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frakkland: Sara Björk í úrslitaleik franska bikarsins
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, lék í dag sinn fyrsta keppnisleik fyrir franska stórliðið Lyon.

Lyon sótti Guingamp heim í undanúrslitum í franska bikarnum og byrjaði Sara á bekknum. Hún kom inn á sem varamaður þegar 70 mínútur voru liðnar af leiknum.

Stuttu áður en Sara kom inn á skoraði enska landsliðskonan Nikita Parris eina mark Lyon í leiknum. Liðið er því komið í úrslitaleik franska bikarsins.

Sara gekk í raðir Lyon frá þýska félaginu Wolfsburg fyrr í sumar. Hún skoraði í fyrstu þremur leikjum sínum með Lyon sem voru allt æfingaleikir.

Lyon hefur orðið franskur meistari fjórtán ár í röð og unnið Meistaradeildina fjögur ár í röð. Lyon mun síðar í þessum mánuði taka þátt í lokahnykk Meistaradeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner