Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. ágúst 2021 11:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Castagne bíður eftir sérhannaðri grímu - æfir einn á meðan
Mynd: Getty Images
Timothy Castagne leikmaður Leicester er mættur til æfinga hjá félaginu. Hann var með belgíska landsliðinu á EM en hann varð fyrir slæmum meiðslum í leik gegn Rússlandi.

Hann þurfti að fara í aðgerð og hann hefur fengið grænt ljós um að byrja að æfa.

Hann má hinsvegar ekki æfa með liðinu strax þar sem hann bíður eftir því að fá sérhannaða grímu sem hann þarf að notast við í framtíðinni. Á meðan mun hann æfa einn.

Brendan Rodgers þjálfari Leicester er ánægður með formið á Castagne.

„Honum gengur vel, hann er í góðu líkamlegu formi, við erum bara að bíða eftir grímu. Hann þarf að vera með grímu til að byrja með allavega. Við þurfum að bíða eftir henni þangað til hann getur farið að æfa með liðinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner