Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   sun 02. september 2018 14:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England - Byrjunarlið: Fellaini, Sanchez og Lindelöf koma inn
Lindelöf kemur inn fyrir Phil Jones.
Lindelöf kemur inn fyrir Phil Jones.
Mynd: Getty Images
Vorm er í markinu hjá Tottenham.
Vorm er í markinu hjá Tottenham.
Mynd: Getty Images
Það eru tveir leikir að hefjast klukkan 15:00 í ensku úrvalsdeildinni.

Burnley fær Manchester United í heimsókn. Jóhann Berg Guðmundsson getur ekki spilað með Burnley í leiknum vegna meiðsla sem eru að hrjá hann.

Hjá Manchester United kemur Victor Lindelöf inn fyrir Phil Jones, Marouane Fellaini fyrir Fred og Alexis Sanchez fyrir Ander Herrera. Anthony Martial og Marcus Rashford eru á bekknum. Enginn Andreas Pereira er í hóp hjá Man Utd.

Man Utd hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum og eitthvað annað en sigur í dag er óásættanlegt fyrir Jose Mourinho og hans lærisveina.

Byrjunarlið Burnley gegn Man Utd: Hart, Taylor, Tarkowski, Mee, Bardsley, Lennon, Cork, McNeil, Westwood, Wood, Hendrick.

Varamenn: Heaton, Lowton, Vokes, Barnes, Ward, Vydra, Long.

Byrjunarlið Man Utd gegn Burnley: De Gea, Valencia, Shaw, Lindelof, Smalling, Matic, Fellaini, Sanchez, Pogba, Lingard, Lukaku.

Varamenn: Grant, Bailly, Young, Fred, Herrera, Martial, Rashford.

Tvö lið sem eru með fullt hús stiga, Watford og Tottenham, mætast einnig klukkan 15:00.

Tottenham gerir þrjár breytingar frá 3-0 sigrinum gegn Man Utd í síðustu umferð. Lloris er meiddur og Vorm kemur inn í hans stað. Davinson Sanchez og Ben Davies koma líka inn í byrjunarliðið.

Watford byrjar með sama lið og sigraði Crystal Palace 2-1 um síðastliðna helgi.

Byrjunarlið Watford: Foster, Janmaat, Cathcart, Kabasele, Holebas, Hughes, Capoue, Doucoure, Pereyra, Deeney, Gray.

Varamenn: Gomes, Mariappa, Success, Masina, Sema, Chalobah, Femenia.

Byrjunarlið Tottenham: Vorm, Trippier, Alderweireld, Vertonghen, Sanchez, Davies, Dembele, Moura, Alli, Eriksen, Kane.

Varamenn: Gazzaniga, Rose, Winks, Wanyama, Dier, Walker-Peters, Llorente.
Athugasemdir
banner
banner
banner