Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 02. september 2019 12:15
Fótbolti.net
Hófið - Óli Jó við stýrið og Valslagið í ÍBV klefanum
Óli Jó við stýrið á rútunni hjá Val.
Óli Jó við stýrið á rútunni hjá Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Morten Beck skoraði þrennu gegn Stjörnunni og var sáttur eftir leik ásamt Guðlaugi Baldurssyni aðstoðarþjálfara.
Morten Beck skoraði þrennu gegn Stjörnunni og var sáttur eftir leik ásamt Guðlaugi Baldurssyni aðstoðarþjálfara.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Óskar er orðinn markahæstur í deildarkeppni í sögu KR.
Óskar er orðinn markahæstur í deildarkeppni í sögu KR.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Gary Martin skoraði tvö gegn Val.
Gary Martin skoraði tvö gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
19. umferðir eru búnar í Pepsi Max-deildarinni. Fótbolti.net heldur uppteknum hætti og gerir upp hverja umferð með því að halda sérstakt lokahóf eftir hverja umferð!

Lokahófið er á léttu nótunum en við erum alltaf tilbúin að taka við kvörtunum í gegnum tölvupóst!

Leikur umferðarinnar: Stærsti leikur umferðarinnar var á laugardagskvöld þar sem FH vann mikilvægan sigur á Stjörnunni í Evrópubaráttunni. Stjarnan komst yfir en Morten Beck sneri taflinu við fyrir FH með fyrstu þrennu sumarsins.

Ekki liðið: Valsmenn koma talsvert við sögu í EKKI liðinu eftir tapið gegn botnliði ÍBV.

Meiddir á bekknum: Alex Þór Hauksson og Jósef Kristinn Jósefsson voru í leikbanni hjá Stjörnunni í leiknum gegn FH. Jóhann Laxdal, Guðjón Baldvinsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson eru allir á meiðslalistanum sem og Elís Rafn Björnsson og Ævar Ingi Jóhannesson. Elís og Ævar voru skráðir á bekkinn gegn FH þrátt fyrir að vera ekki leikfærir. Stjarnan gerði einungis eina skiptingu í umferðinni.

Mix vörn umferðarinnar: Bakverðirnir Jóhann, Jósef og Þórarinn, Elís voru allir fjarverandi hjá Stjörnunni og Garðbæingar byrjuðu í þriggja manna vörn gegn FH. Í hálfleik var farið í fjögurra manna vörn þar sem miðverðirnir Daníel og Brynjar Gauti voru bakverðir og miðjumaðurinn Baldur Sigurðsson var í hjarta varnarinnar ásamt Martin Rauschenberg. Stjörnuvörnin leit illa út svona en liðið fékk þrjú mörk á sig.

Brunaboði umferðarinnar: Brunaboðinn fór í gang í Kórnum í hálfleik á leik HK og Víkings í gær. Lætin stóðu yfir í tvær mínútur þar til tókst að slökkva. Íslendingar eru lítið að stressa sig á brunaboðum og enginn áhorfandi stóð upp og gerði sig líklegan til að fara.

Markamet umferðarinnar: Óskar Örn Hauksson skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í sigri KR á ÍA. Með markinu er Óskar orðinn markahæsti leikmaður í deildarkeppni í sögu KR en hann fór fram úr Ellert B. Schram.

Hefnd umferðarinnar: Valur fagnaði sigri á Hásteinsvelli í fyrra með því að spila ÍBV lagið hátt í klefanum. Þetta pirraði eyjamenn þá en í gær náðu þeir fram hefndum. Um leið og sigurleik ÍBV gegn Val lauk var Valslagið spilað á hæsta styrk í klefanum hjá Eyjamönnum.

Ferðalag umferðarinnar: Valur flaug liðinu sínu til Eyja en þjálfarateymið og starfsmenn tóku Herjólf. Í Landeyjahöfn beið þeirra smárúta fyrir þann hóp og bílstjóri hennar var sjálfur Óli Jó þjálfari liðsins. Já menn ganga í öll störf.

Viðtal umferðarinnar: Gary Martin, framherji ÍBV, afgreiddi sína gömlu félaga í Val með tveimur mörkum. Gary mætti í langt viðtal eftir leik þar sem hann útskýrði meðal annars breytingu á þyngd sinni í sumar. „Ég heyri svo margt. Eftir fyrsta leik tímabilsins var sagt í einhverjum Podcasti að ég líti út fyrir að vera of þungur og að það hljóti að vera erfitt fyrir mig að hlaupa. En ekki misskilja mig, þetta var rétt hjá þeim svo ég þurfti að sanna mig. Ég var 88 kíló og núna er ég 82. Þau höfðu á réttu að standa en það er gaman að sanna sig," sagði Gary.

Dómari umferðarinnar: Guðmundur Ársæll fékk 8,4 í einkunn fyrir dómgæsluna í Eyjum í leik ÍBV og Vals. „Góður dagur hjá Guðmundi Ársæli og hans teymi í dag og ekkert út á þeirra dóma að segja," sagði Hafliði Breiðfjörð í Skýrslunni.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner