Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 02. september 2019 09:58
Magnús Már Einarsson
Daníel Leó inn í landsliðið fyrir Sverri Inga
Icelandair
Daníel Leó Grétarsson.
Daníel Leó Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Leó Grétarsson hefur verið kallaður inn í hóp Íslands fyrir leikina gegn Moldóvu og Albaníu. Hann kemur í stað Sverris Inga Ingasonar.

Daníel hefur ekki leikið A landsleik, en hefur spilað 6 leiki með U21 árs landsliðinu og skorað í þeim eitt mark. Einnig hefur hann leikið 10 leiki með U19 ára landsliði Íslands.

Á þessu tímabili hefur Daníel leikið frábærlega með toppliði Álasund í norsku B-deildinni og verið fimm sinnum í liði umferðarinnar.

Samkvæmt heimildum 433.is þá ákvað Sverrir að draga sig úr hópnum í samráði við þjálfarateymi íslenska liðsins. Hann verður áfram í Grikklandi og æfir með PAOK í þessu landsleikjafríi.

Sverrir kom til PAOK frá Rostov í janúar en hefur ekki náð að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu. Hann ætlar nú að æfa með liðinu í landsleikjahléinu og reyna að ná sæti í liðinu.

Markverðir
Hannes Halldórsson (Valur)
Rúnar Alex Rúnarsson (Dijon)
Ögmundur Kristinsson (Larissa)

Varnarmenn
Kári Árnason (Víkingur R.)
Ragnar Sigurðsson (Rostov)
Jón Guðni Fjóluson (Krasnodar)
Hörður Björgvin Magnússon (CSKA Moskva)
Ari Freyr Skúlason (Oostende)
Hjörtur Hermannsson (Bröndby)
Daníel Leó Grétarsson (Álasund)

Miðjumenn
Rúnar Már Sigurjónsson (Astana)
Birkir Bjarnason (Án félags)
Guðlaugur Victor Pálsson (Darmstadt)
Aron Einar Gunnarsson (Al Arabi)
Emil Hallfreðsson (Án félags)
Arnór Ingvi Traustason (Malmö)
Samúel Kári Friðjónsson (Valerenga)
Arnór Sigurðsson (CSKA Moskva)

Framherjar
Jón Daði Böðvarsson (Millwall)
Viðar Örn Kjartansson (Rubin Kazan)
Albert Guðmundsson (AZ Alkmaar)
Kolbeinn Sigþórsson (AIK)
Gylfi Þór Sigurðsson (Everton)
Athugasemdir
banner
banner