banner
   mán 02. september 2019 19:44
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Guendouzi um landsliðskallið: Ég hélt að mig væri að dreyma
Matteo Guendouzi.
Matteo Guendouzi.
Mynd: Getty Images
Frakkinn ungi, Matteo Guendouzi sem leikur með Arsenal var í dag kallaður inn í fyrsta skipti inn í franska landsliðshópinn eftir að Paul Pogba þurfti að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla.

Guendouzi greindi frá því í viðtali hvernig hann heyrði af þessum tíðindum.

„Ég fékk mér síðdegisblund, á meðan ég var sofandi bankaði einhver hjá mér en ég heyrði það ekki þar sem ég var sofandi. Síminn vakti mig svo og í símanum var þjálfarinn Sylvain Ripoll, hann hafði bankað hjá mér þegar ég var sofandi en eftir símtalið fór ég beint að hitta hann,"

Hann sagði við mig „við þurfum að ræða málin, ég kann mjög vel við þig en þú þarft að fara." Hann ruglaði mig alveg með þessu, ég skildi ekkert hvað hann átti við með þessu. Svo bætti hann við „þú ert í A liðinu."

„Ég þurfti smá tíma til að átta mig á þessu því tíu mínútum fyrr hafði ég verið sofandi og ég hélt að mig væri að dreyma," sagði Guendouzi.

„Þetta kom virkilega á óvart, þetta hefur verið draumur hjá mér síðan ég var barn."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner