Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 02. september 2019 12:31
Fótbolti.net
„Hann er að búa til sínar eigin gagnrýnisraddir"
Garu Martin yfirgaf Val í sumar og gekk í raðir ÍBV.
Garu Martin yfirgaf Val í sumar og gekk í raðir ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Tómas Þór Þórðarson.
Tómas Þór Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er enginn ánægðari með þessa ákvörðun Gary Martin að vera áfram hjá ÍBV en markaðsstjóri Inkasso," segir Tómas Þór Þórðarson í nýjasta Innkastinu.

Smelltu hér til að hlusta á Innkastið

Í þættinum var rætt um áhugavert viðtal þar sem Gary Martin sagðist hafa svarað gagnrýni og efasemdum um sjálfan sig í sigurleik ÍBV gegn Val.

„Ég elska Gary Martin. Fyrir utan að hann er drullugóður í fótbolta og gaman að horfa á hann. Við búum öll í einum heimi, hvort hann sé góður eða slæmur, það fer eftir dögum hjá okkur flestum. En Gary Martin býr í einhverjum hliðarveruleika sem samtvinnast síðan okkar heimi þegar kemur að Pepsi Max-deildinni," segir Tómas Þór.

„Ég hef svo yndislega gaman af þessum gæja, hann er að spila í ensku úrvalsdeildinni í huganum á meðan við erum að horfa á Pepsi Max-deildina. Þetta er svo yndislega skemmtilegt, ég dýrka hann."

„I got a point to prove" sagði Gary Martin en Tómas er ekki sammála því og talaði til enska sóknarmannsins í Innkastinu:

„Nei, eins og þú hefur bent margsinnis á þá ertu einn færasti markaskorari sem við höfum séð á Íslandi síðustu tíu ár. Það hefur enginn efast um það. Þú lentir í vondri stöðu á vondum stað hjá liði sem var á vondum stað í upphafi móts. Frábær innan vallar, átti í einhverju smá basli utan vallar og Það fór í einhvern hundsrass hjá Val og hann var sendur í burtu. Það hefur enginn efast um gæði hans til að skora mörk."

„Hann var að benda á það að hann hefði skorað meira fyrir botnliðið en sumir fyrir toppliðin. Hárrétt hjá honum en það hefur enginn efast um þennan hæfileika. Hann er að búa til sínar eigin gagnrýnisraddir. Ég er ekki að hvetja þig til að hætta þessu Gary, þetta er magnaður gæi," segir Tómas og Elvar Geir bætir við:

„Hann gerir þetta væntanlega til að gíra sig upp. Þetta er 'ég á móti öllum' hugsunarháttur."


Athugasemdir
banner
banner