Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   mán 02. september 2019 11:00
Hafliði Breiðfjörð
Margrét Lára: Treysti Jóni Þór til að velja 11 bestu
Margrét Lára í leiknum á fimmtudaginn.
Margrét Lára í leiknum á fimmtudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru þrjú mikilvæg stig í boði og við ætlum að gera allt til að fá þau," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir við Fótbolta.net um helgina.

Horfðu á viðtalið í heild í sjónvarpinu að ofan

Ísland mætir Slóvakíu í undankeppni EM 2021 í dag en liðið vann 4 - 1 sigur á Ungverjalandi á fimmtudagskvöldið.

„Ég held að þetta verði álíka leikur. Slóvakar eru hörkulið eins og austur evrópsku þjóðirnar sem eru í gríðarlegri sókn og hafa bætt sig mikið. Við verðum að vera vel á tánum ef við ætlum okkur öll þrjú stigin. Við sáum þetta á móti Ungverjum, ef við slökuðum aðeins á þá komust þær á bragðið svo við þurfum að vera klárar á mánudaginn."

Margrét Lára sleit krossband í hné fyrir EM í Hollandi 2017 og missti af undankeppni HM í kjölfarið en er núna komin í keppnisleiki að nýju.

„Maður finnur það þegar maður er tekinn svona út lengi hvað þetta gefur manni mikið og hvað er gaman að vera með stelpunum. Það skiptir mestu máli að vera inni á vellinum að spila og það gefur mér ennþá gríðarlega mikið."

Jón Þór Hauksson tók við þjálfun íslenska liðsins síðasta vetur og leikurinn á fimmtudaginn var fyrsti keppnisleikur liðsins undir hans stjórn. Margrét Lára var varamaður í leiknum en kom inná í seinni hálfleik.

„Ég er eins og aðrir varamenn, við viljum allar byrja en ég treysti Jóni Þór til að stilla upp 11 bestu leikmönnum Íslands. Hann er besti maðurinn í það og við tökum því og höldum áfram. Við erum liðsheild og allar mikilvægar í þessu og reynum að gefa af okkur eins og við getum."

Íslenska liðið er að ganga í gegnum endurnýjun og nokkrir ungir leikmenn eru í hópnum að þessu sinni.

„Það er mikið af ungum og gríðarlega efnilegum stelpum í þessu landsliði. Það er gaman að sjá hvað þær eru að bæta sig og verða betri og betri. Þetta er í heildina flottur hópur en ég held að ég sé ekkiað miðla meira en Sara, Sif eða Sandra eða hver önnur. Við erum í þessu saman og erum að hjálpast að. Þannig verður liðið best."

Leikurinn gegn Slóvakíu fer fram á Laugardalsvelli klukkan 18:45 í dag.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner