Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 02. september 2019 22:32
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Skrtel ekki lengi að finna sér nýtt félag - Kominn til Tyrklands
Martin Skrtel í leik með Fenerbahce.
Martin Skrtel í leik með Fenerbahce.
Mynd: Getty Images
Slóvakinn Martin Skrtel yfirgaf Atalanta á Ítalíu í dag eftir að ósætti kom upp milli hans og þjálfara liðsins.

Skrtel samdi við Atalanta í byrjun ágúst og var því aðeins í tæpan mánuði hjá félaginu, hann var ekki í neinum vandræðum með að finna sér nýtt félag.

Í kvöld var Martin Skrtel kynntur til leiks hjá Istanbul Basaksehir, Skrtel þekkir vel til í Tyrklandi en hann lék með Fenerbahce á árunum 2016-2019 eftir að hafa komið frá Liverpool.


Athugasemdir
banner
banner
banner