banner
   mán 02. september 2019 13:30
Elvar Geir Magnússon
Vertonghen segir engin illindi milli sín og Pochettino
Jan Vertonghen.
Jan Vertonghen.
Mynd: Getty Images
Jan Vertonghen segir að samband sitt og Mauricio Pochettino sé ekki slæmt og segist bera virðingu fyrir stjóranum.

Vertonghen var skilinn eftir utan byrjunarliðs Tottenham í fyrstu þremur leikjum tímabilsins án opinberra útskýringa áður en hann fékk sætið aftur í grannaslagnum gegn Arsenal.

Vangaveltur hafa verið uppi um hvort eitthvað hafi komið upp á í sambandi Vertonghen og Pochettino.

Leikmaðurinn hefur blásið á þær sögur.

„Ég er mjög ánægður með að vera kominn aftur í liðið. Pochettino sagði við mig fyrir fyrsta leikinn gegn Villa að þetta væri af taktískum ástæðum og ég virði þá ákvörðun," segir Vertonghen.

„Ég hef alveg verið í standi til að spila, þetta hefur ekkert tengst meiðslum. Ég spilaði alla undirbúningsleikin og hef ekki misst af æfingu."
Athugasemdir
banner
banner
banner