Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 02. október 2020 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 19. umferð: Fagnaði tæklingunni því hún var mjög mikilvæg
Nacho Heras (Keflavík)
Lengjudeildin
Nacho fagnar marki í sumar.
Nacho fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nacho og Gary Martin ræða málin í leik ÍBV og Keflavík.
Nacho og Gary Martin ræða málin í leik ÍBV og Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík er á toppi Lengjudeildarinnar eins og er.
Keflavík er á toppi Lengjudeildarinnar eins og er.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spænski varnarmaðurinn Nacho Heras er leikmaður 19. umferðarinnar í Lengjudeildinni eftir flotta frammistöðu með Keflavík í 3-1 sigri á ÍBV.

„Gríðarlega öflug frammistaða hjá varnarmanninum knáa. Hafði mikið að gera á kafla í fyrri hálfleik en stóð það vel af sér og skilaði frábæru dagsverki," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í skýrslu sinni frá leiknum um Nacho.

Sjá einnig:
Lið 19. umferðar: Magnamenn banka á dyrnar

„Við spiluðum ekki eins og við vildum gera í fyrri hálfleiknum, en við komum sterkir inn eftir því sem leið á leikinn, sérstaklega eftir vítaspyrnuklúðrið og markið sem við fengum á okkar," segir Nacho og bætir við: „Við áttum skilið að vinna og þetta var stórt skref fyrir okkur."

„Ég átti mjög góðan leik, eins og allir liðsfélagar mínir. Við vorum öflugir í varnarleiknum og skoruðum mörk eins og við gerum alltaf. Ég var með góðan fókus, eins og ég hef verið með í öðrum leikjum tímabilsins."

Nacho og Gary Martin, sóknarmaður ÍBV, voru í mikilli baráttu í þessum leik. Gary skaut á Nacho á samfélagsmiðlinum Instagram eftir leik þegar hann skrifaði: „Hann var andfúll og hann fagnaði tæklingu eins og brjálaður maður."

Gary gagnrýndi Keflvíkinga eftir leik fyrir að sýna ekki virðingu. „Þeir öskra eitthvað um mig, hlaupa svo inn í klefa og þora ekki að koma út," skrifaði Gary á Twitter eftir leikinn.

Nacho segir að Gary Martin sé bara eins og hver annar sóknarmaður í deildinni fyrir sig.

„Ég fagnaði tæklingunni því hún var mjög mikilvæg fyrir mig og liðið mitt. Þetta var augljóslega að fara að enda með marki fyrir þá. Hann er bara eins og hver annar sóknarmaður í deildinni. Ég ber virðingu fyrir hverjum leikmanni í deildinni. Við erum bara einbeittir að okkar markmiði, að komast í Pepsi Max-deildina. Við erum ekki að leitast eftir fyrirsögnum," segir Nacho.

„Þetta tímabil hefur verið magnað fyrir okkur, við erum mjög gott lið og andrúmsloftið og er rosalega gott í kringum okkur. Við erum mjög einbeittir og tilbúnir fyrir næsta leik gegn Leikni F. Skref fyrir skref."

Nacho kom fyrst hingað til lands 2017 til að spila með Víkingi Ólafsvík. Hann spilaði með Leikni Reykjavík á síðustu leiktíð og er núna á mála hjá Keflavík. Hann stefnir á að spila hér áfram næstu árin.

„Ég er svo ánægður hérna og ég býst við að spila hérna í 5-6 ár í viðbót. Vonandi í Pepsi Max-deildinni," segir Nacho Heras, leikmaður 19. umferðar Lengjudeildarinnar.

Bestir í fyrri umferðum:
Bestur í 1. umferð: Fred Saraiva (Fram)
Bestur í 2. umferð: Bjarki Þór Viðarsson (Þór)
Bestur í 3. umferð: Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Bestur í 4. umferð: Andri Freyr Jónasson (Afturelding)
Bestur í 5. umferð: Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík)
Bestur í 6. umferð: Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
Bestur í 7. umferð: Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.)
Bestur í 8. umferð: Albert Hafsteinsson (Fram)
Bestur í 9. umferð: Harley Willard (Víkingur Ó.)
Bestur í 10. umferð: Aron Elí Sævarsson (Afturelding)
Bestur í 11. umferð: Joey Gibbs (Keflavík)
Bestur í 12. umferð: Joey Gibbs (Keflavík)
Bestur í 13. umferð: Oliver Heiðarsson (Þróttur R.)
Bestur í 14. umferð: Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Bestur í 16. umferð: Alexander Már Þorláksson (Fram)
Bestur í 17. umferð: Vladan Djogatovic (Grindavík)
Bestur í 18. umferð: Jón Jökull Hjaltason (ÍBV)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner