Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 02. nóvember 2019 12:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Djurgarden undir, Malmö og Hammarby leiða - Hvaða lið verður meistari?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rétt í þessu var flautað til hálfleiks í lokaumferðinni í sænsku Allsvenskan.

Þrjú lið gátu orðið sænskur meistari en Djurgarden var fyrir umferðina í bílstjórasætinu. Hammarby og Malmö þurfa að treysta á Norrköping til að eiga möguleika á titlinum.

Í hálfleik leiðir Malmö, 0-2, á útivelli gegn Örebro. Arnór Ingvi Traustason skoraði annað mark Malmö.

Hammarby er 1-0 yfir gegn Häcken á heimavelli. Aron Jóhannsson er á varamannabekknum hjá Hammarby.

Djurgarden er 2-0 undir á útivelli gegn Norrköping. Guðmundur Þórarinsson er í liði Norrköping og fékk gult spjald á 10. mínútu.

Eins og staðan er núna er Malmö í toppsætinu með jafnmörg stig og bæði Djurgarden og Hammarby. Djurgarden er með +32 mörk, Hammarby +35 mörk og Malmö er með +37 mörk í markatölu.
Athugasemdir
banner
banner