Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 02. nóvember 2019 14:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: King tryggði B'mouth sigur gegn United
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Bournemouth 1 - 0 Manchester United
1-0 Joshua King ('45 )

Manchester United heimsótti Bournemouth í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Það fyrsta markverða í leiknum gerðist á 18. mínútu þegar Bournemouth vildi fá vítaspyrnu. Chris Kavanagh ákvað að dæma ekkert.

Á 34. mínútu féll Anthony Martial í vítateig Bournemouth og niðurstaðan var sú sama, ekkert víti.

Á 45. mínútu kom fyrsta og eina mark leiksins. Joshua King skoraði markið eftir fyrirgjöf frá Adam Smith.

United liðið hélt boltanum meira í leiknum í dag en sigur Bournemouth verðskuldaður. United þarf að bæta föstu leikatriðin og sóknarleikinn í heild miðað við frammistöðuna í dag.

Klukkan 15:00 hefjast sex leikir í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner