banner
   lau 02. nóvember 2019 13:00
Aksentije Milisic
Guardiola: Árangur City er 80% njósnateyminu að þakka
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur hrósað Txiki Begiristain og njósnateymi hans í hástert og segir hann það eigi mikinn þátt í því að liðið hefur unnið ensku úrvalsdeildina tvö ár í röð.

Kevin De Bruyne, Gabriel Jesus, Aymeric Laporte, Bernando Silva og Ederson eru meðal þeirra leikmanna sem að njósnateymið hefur skoðað og hafa í kjölfarið verið keyptir til félagsins.

„Mikilvægasta teymið innan klúbbsins er njósnateymið. Það er miklu mikilvægara heldur en við þjálfararnir eða leikmennirnir," segir Pep.

„Þegar Txiki Begiristain og njósnateymi hans finna góða leikmenn, þá er 80% vinnunar klár. Þegar þeir hins vegar velja ekki rétt, þá eyðir maður miklum tíma og orku, það er mín tilfinning."

Manchester City mætir Southampton í 11. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag klukkan 15:00.

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner