Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 02. nóvember 2019 21:23
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Íslendingavaktin 
Hörður Björgvin maður leiksins gegn Zenit
Mynd: Getty Images
Hörður Björgvin Magnússon lék í hjarta varnarinnar er tíu leikmenn CSKA Moskvu sóttu stig til toppliðs rússnesku deildarinnar, Zenit.

CSKA leiddi eftir jafnan fyrri hálfleik en missti mann af velli í upphafi þess síðari. Heimamenn tóku þá stjórn á leiknum og náðu að jafna á 73. mínútu.

Hörður átti stórleik í vörninni og var valinn maður leiksins. CSKA tókst að halda í stigið þrátt fyrir þunga atlögu frá Zenit. CSKA er í toppbaráttunni, sex stigum eftir Zenit.

Arnór Sigurðsson var ónotaður varamaður í dag.


Athugasemdir
banner
banner