banner
   lau 02. nóvember 2019 15:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kjartan Henry skoraði í stórsigri - Guðlaugur Victor skoraði sárabótarmark
Mynd: Getty Images
Guðlaugur Victor í landsleik í október.
Guðlaugur Victor í landsleik í október.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vejle 4 - 0 F. Amagar
Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Vejle sem lagði F. Amager í fimmtándu umferðinn í næstefstu deild í Danmörku. Kjartan skoraði annað mark Vejle í 4-0 sigri.

Vejle er eins og stendur í toppsæti deildarinnar en Viborg á leik til góða í 2. sætinu. Kjartan er oðrinn markahæstur í dönsku 1. deildinni með 11 mörk. Hann hefur alls skorað sextán mörk fyrir Vejle á árinu 2019.

Greuter Furth 3 - 1 Darmstadt
Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliði Darmstadt sem sótti Greuter Furth heim í 12. umferð 2. Bundesliga, næstefstu deild í Þýskalandi.

Greuther komst í 3-0 en á 87. mínútu skoraði Victor sárabótarmark fyrir Darmstadt. Darmstadt er í 14. sæti deildarinnar, fimm stigum fyrir ofan fallsæti.

Kaiserslautern 2 - 3 Wurzburger Kickers
Andri Rúnar Bjarnason kom inn á sem varamaður hjá Kaiserslautern sem tapaði gegn Wurzburger Kickers í þýsku 3. Bundesliga.

Andri Rúnar kom inn á í stöðunni 1-3 og korteri seinna minnkaði Kaiserslautern muninn. Þá voru einungis þrjár mínútur eftir af venjulegum leiktíma og Kaiserslautern manni færra. Liðinu tókst ekki að jafna leikinn. Kaiserslautern er í 18. sæti, fallsæti, með 13 stig eftir fjórtán umferðir.

Asane 2 - 0 Halden
Dagur Dan Þórhallsson var í liði Halden sem lék fyrri umspilsleik sinn gegn Asane um sæti í norsku næstefstu deild.

Asane, sem endaði í 2. sæti riðils 2 í norsku þriðju efstu deild sigraði leikinn, 2-0. Halden endaði í 2. sæti 1. riðils þriðju efstu deildar. Liðið sem sigrar viðureignina kemst í úrslitaleik um laust sæti í næstefstu deild.

Dagur er á láni frá Mjondalen sem leikur í efstu deild í Noregi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner