Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 02. nóvember 2019 17:17
Ívan Guðjón Baldursson
Mane: Ekki okkar besti leikur - Heppinn að skora
Mynd: Getty Images
Liverpool og Manchester City lentu bæði undir í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Staðan var jöfn 1-1 hjá Liverpool á útivelli gegn Aston Villa þar til í uppbótartíma. Sadio Mane gerði frábærlega að gera sigurmark með mjög góðum skalla eftir hornspyrnu.

„Þetta var ekki okkar besti leikur en við áttum skilið að taka þrjú stig með okkur heim. Hornspyrnan var fullkomin og ég var í raun heppinn að boltinn hafi farið inn," sagði Mane að leikslokum.

„Aston Villa eru andstæðingarnir sem hafa verið okkur erfiðastir hingað til. Þess vegna er þetta besta deild í heimi, hver einasti leikur getur verið erfiður."

Andy Robertson átti flottan leik í vinstri bakverði og var einnig tekinn í viðtal að leikslokum.

„Við sýndum mikinn karakter og þegar allt kemur til alls þá er ekkert betra heldur en sigurmark á síðustu mínútunni.

„Ef þessi leikur sýnir eitthvað þá er það að við verðum alltaf að vera tilbúnir á tánum fyrir hvern einasta leik."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner