Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 02. nóvember 2019 11:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Marco Silva: Kean getur spilað á hægri kantinum
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Moise Kean hefur ekki beint komið inn sem stormsveipur inn í lið Everton en hann var keyptur þangað frá Juentus í sumar.

Hinn 19 ára Kean fékk sinn fjórða byrjunarliðsleik þegar Everton sló út Watford í enska deildabikarnum í vikunni. Hann var þó tekinn af velli í hálfleik fyrir Theo Walcott

Marco Silva, stjóri Everton, hefur verið gagnrýndur fyrir notkunina á Kean en stuðningsmenn Everton eru á því að Kean sé spilað út úr stöðu. Kean eigi að vera fremstur en Silva spilar honum reglulega á hægri vængnum,

„Kean þarf tíma til að aðlagast sem ég hef fulla trú á að hann geri. Eins og er er ég ekki undir neinni pressu að spila leikmanninum," sagði Silva við Liverpool Echo.

„Við erum að vinna að því að móta leikmanninn að leikstíl okkar. Ég hef verið gagnrýndur fyrir að spila honum á hægri vængnum en hann er vanur að spila þar með landsliðinu og gerði það einnig fyrir Juventus í fyrra."

„Hann getur bæði spilað sem fremsti maður og sem hægri kantmaður. Gefum honum tíma og hann mun springa út hvort sem það verður á vængnum eða sem fremsti maður."

Everton tekur á móti Tottenham á morgun í lokaleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner