lau 02. nóvember 2019 13:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndband: King sneri á Wan-Bissaka og skoraði
Mynd: Getty Images
Bournemouth leiðir 1-0 gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn hófst klukkan 12:30 og nú er seinni hálfleikur ný hafinn.

Joshua King skoraði eina mark leiksins til þessa á lokamínútu fyrri hálfleiks. Markið var fyrsta mark Bournemouth frá 2-2 jafnteflinu gegn West Ham í september.

Bournemouth spilaði upp hægri vænginn. Harry Wilson átti sendingu á Ryan Fraser sem fann Adam Smith við vítateiginn hægra meginn. Smith sendi fyrir á Joshua King sem tók boltann á bringuna og sneri svo á Aaron Wan-Bissaka, sem var kominn í miðvarðarstöðuna, og kláraði svo framhjá David de Gea.

Markið má sjá með því að smella hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner