Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 02. nóvember 2019 10:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Neville: Solskjær einum slæmum leik frá öðrum stormi
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi sérfræðingur um ensku úrvalsdeildina, varar Ole Gunnar Solskjær, stjóra United, við því að þrátt fyrir þrjá sigurleiki í röð þá má Solskjær ekki vera í rónni sem stjóri liðsins.

Liðið gerði vel í jafntefli gegn Liverpool og sigraði svo Partizan, Norwich og Chelsea. Í hádeginu mætir liðið Bournemouth á útivelli og Neville segir að ef United tapi þá mun umræðan um Solskjær snúast aftur í neikvæða umræðu.

„Ég var mjög stressaður fyrir leiknum gegn Liverpool," sagði Neville hjá talkSPORT.

„Ég hugsaði að þetta gæti orðið slæmur dagur og Liverpool gæti unnið 0-3. Sú varð ekki rauninn og United spilaði mjög vel."

„Fyrir landsleikjahlé hefði ég aldrei vonast eftir sigrum gegn Partizan og Norwich. Liverpool leikurinn gaf liðinu sjálfstraust. Ole má samt ekki slappa of mikið af því ég held að hann viti að stormurinn gæti komið yfir hann á ný ef liðið tapar gegn Bournemouth."

„Ole er að horfa upp töfluna í stað þess að horfa niður svo þetta er mikilvægur leikur upp á framhaldið,"
sagði Neville að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner