Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 02. nóvember 2019 17:09
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Íslendingaliðin á toppnum unnu
Daníel Leó og félagar rúlluðu upp B-deildinni.
Daníel Leó og félagar rúlluðu upp B-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrjú efstu lið norsku B-deildarinnar áttu öll leiki í dag og komu Íslendingar við sögu í þeim öllum. Í dag fór fram næstsíðasta umferð norska deildartímabilsins.

Sandefjord gulltryggði sæti sitt í efstu deild með 1-0 sigri á Jerv. Viðar Ari Jónsson og Emil Pálsson voru báðir í byrjunarliði Sandefjord.

Álasund var löngu búið að tryggja sér toppsæti deildarinnar en vann engu að síðar Nest-Sötra í lokaumferðinni.

Daníel Leó Grétarsson og Davíð Kristján Ólafsson voru í byrjunarliði Álasundar og kom Hólmbert Aron Friðjónsson inn af bekknum.

Start lenti þá undir gegn Ull/Kisa en sneri stöðunni við og skóp sigurinn þökk sé tvennu frá Martin Ramsland.

Start er því fast í þriðja sæti deildarinnar og mun taka þátt í umspilskeppni um síðasta lausa sætið í efstu deild.

Aron Sigurðarson lék allan leikinn í liði Start.

Sandefjord 1 - 0 Jerv
1-0 Rufo Herraiz ('54)

Nest-Sötra 0 - 1 Ålesund
0-1 Niklas Castro ('84)

Start 2 - 1 Ull/Kisa
0-1 Kristoffer Hansen ('30)
1-1 Martin Ramsland ('37)
2-1 Martin Ramsland ('92)
Athugasemdir
banner
banner