Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 02. nóvember 2019 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Puel ósáttur með söluna á Saliba til Arsenal
William Saliba er aðeins 18 ára gamall. Hann kostaði 27 milljónir punda.
William Saliba er aðeins 18 ára gamall. Hann kostaði 27 milljónir punda.
Mynd: Arsenal
Claude Puel, þjálfari AS Saint-Etienne í franska boltanum, er ósáttur með að félagið hafi ákveðið að selja ungstirni sitt William Saliba til Arsenal síðasta sumar.

Saliba var lánaður strax aftur til Saint-Etienne út leiktíðina þar sem hann er með fast byrjunarliðssæti í hjarta varnarinnar. Saliba missti af fyrstu leikjum tímabilsins vegna meiðsla og kom aftur um svipað leiti og Puel tók við.

„Þetta er búið og gert en ég held að þetta félag muni aldrei verða að stóru félagi með þessu áframhaldi. Það er erfitt að samþykkja það þegar félagið selur sinn besta leikmann, ungan strák, því það vantar pening í kassann," sagði Puel.

„Þegar þú þarft að selja þína bestu menn til að koma vel út fjárhagslega þá ertu að eyðileggja framtíðina. Skammtímagróði jafnast ekki á við það sem félagið gæti áorkað á lengri tíma."

St. Etienne er búið að leggja Lyon og Bordeaux að velli undir stjórn Puel og gera jafntefli við Amiens og Oleksandiya. Liðið er um miðja deild, með 15 stig eftir 11 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner