Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 02. nóvember 2019 07:45
Fótbolti.net
Rúnar Páll og Jón Páll á X977 í dag
Rúnar Páll stýrði Stjörnunni til Íslandsmeistaratitils á síðasta ári.
Rúnar Páll stýrði Stjörnunni til Íslandsmeistaratitils á síðasta ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, verður gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag.

Rúnar er langlífasti þjálfari efstu deildar með yfirburðum en hann er að fara inn í sitt sjöunda tímabil á næsta ári.

Elvar Geir og Tómas Þór stýra þættinum.

Einnig verður Jón Páll Pálmason, nýráðinn þjálfari Víkings í Ólafsvík, í viðtali. Jón er staddur í Noregi.

Þá verður farið yfir helstu fótboltafréttirnar og leikir helgarinnar skoðaðir.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner