Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 02. nóvember 2019 18:08
Ívan Guðjón Baldursson
Rússland: CSKA náði jafntefli í Sankti Pétursborg
Mynd: Getty Images
Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn er CSKA Moskva náði jafntefli á útivelli gegn toppliði Zenit. Arnór Sigurðsson var ónotaður varamaður.

Fyrri hálfleikurinn var hnífjafn og einkenndist af mikilli baráttu. Nikola Vlasic kom CSKA yfir rétt fyrir leikhlé.

Eftir leikhlé fékk Jaka Bijol tvö gul spjöld með stuttu millibili og gestirnir frá höfuðborginni manni færri.

Heimamenn tóku öll völd á vellinum og sóttu án afláts en náðu aðeins að koma knettinum í netið einu sinni. Aleksandr Erokhin jafnaði þá á 73. mínútu og lokatölur 1-1.

Zenit er með þriggja stiga forystu á toppinum. CSKA er í fimmta sæti, sex stigum eftir Zenit.

Zenit 1 - 1 CSKA Moskva
0-1 Nikola Vlasic ('45)
1-1 Aleksandr Erokhin ('73)
Rautt spjald: Jaka Bijol, CSKA ('54)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner