Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 02. nóvember 2019 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Union vann slaginn um Berlín
Mynd: Getty Images
Union Berlin 1 - 0 Hertha Berlin
1-0 Sebastian Polter ('90, víti)

Union Berlin vann fyrsta Berlínarslaginn í þýsku Búndeslígunni er liðið mætti Hertha Berlin í dag.

Union var betri aðilinn allan leikinn og fékk urmul færa en inn vildi boltinn ekki.

Það þurfti vítaspyrnu á 90. mínútu til að útkljá leikinn. Sebastian Polter skoraði úr spyrnunni sem var dæmd eftir glæfralega tæklingu innan vítateigs.

Union Berlin er að spila í fyrsta sinn í efstu deild og er með tíu stig eftir tíu umferðir, einu stigi eftir Hertha.

Mikil stemning var á leiknum og þurfti að stöðva hann í nokkrar mínútur í upphafi síðari hálfleiks vegna gífurlega mikils reyks sem kom úr blysum stuðningsmanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner