Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 02. nóvember 2019 11:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Trent: Rashford erfiðasti andstæðingurinn
Mynd: Getty Images
Trent Alexander-Arnold hefur leikið vel með Liverpool liðinu á leiktíðinni sem og á síðustu leiktíð. Hann hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína og var tilnefndur á dögunum til Ballon D'or verðlaunanna.

Trent var í viðtali við The Athletic á dögunum spurður út í sinn erfiðasta andstæðing.

„Leikurinn gegn United í mars 2018 (United vann 2-1) er sá erfiðasti þegar ég horfi á beinan andstæðing minn. Rashford var betri en ég og ég vanmat getu hans," sagði Trent.

„Ég lærði mikið af þeim leik og á þeim tíma þoldi ég ekki að þetta hafði gerst gegn United. Þetta var versti tímapunkturinn til að lenda svona undir í baráttunni. Ég lærði helling af þessu."

„Þetta var vakning fyrir mig og ég gerði allt í leikjunum sem komu á eftir til að þetta myndi ekki endurtaka sig."


Trent verður líklega í liðinu þegar Liverpool heimsækir Aston Villa klukkan 15:00.


Athugasemdir
banner
banner
banner