Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
banner
   sun 02. nóvember 2025 12:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rice tileinkaði frænku sinni markið - „Veit að hún er að horfa"
Mynd: EPA
Declan Rice skoraði seinna mark Arsenal í 2-0 sigri gegn Burnley í gær en hann tileinkaði Bev frænku sinni markið.

Hún lést í október rétt fyrir 1-0 sigur liðsins gegn Fulham. Hann fagnaði markinu með því að fara á hnén og benda upp til himna.

„Hún ferðaðist út um allt með mömmu minni til að fylgjast með mér. Ég veit að hún er að horfa svo þetta var fyrir hana," sagði Rice.

Rice deildi mynd af sér með frænku sinni og skrifaði: „Þetta var fyrir þig Bev, ég veit að þú ert að horfa. Elska þig að eilífu."
Athugasemdir
banner