Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 02. desember 2017 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Barton: Skulu ekki koma heim aftur
Joey Barton.
Joey Barton.
Mynd: Getty Images
„Þeir eiga ekki að komast aftur inn í landið eftir þeir komast ekki upp úr þessum riðli," sagði Joey Barton í samtali við Talksport spurður út í riðil Englands á HM í Rússlandi.

England dróst í mjög þægilegan riðil með Belgíu, Túnis og Panama. Flestir eru á því máli að England eigi að fara nokkuð auðveldlega upp úr þessum riðli og Barton er því sammála.

„Þeir eiga ekki að komast inn í landið, þeir eiga að búa í útlegð. Það er svo einfalt, er það ekki?" sagði Barton sem er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum, síður en svo.

„Ég meina þetta ekki illa fyrir hin liðin, en ef okkur er alvara með að vinna þá verðum við að fara upp úr riðlinum og gera það með stæl."

„Leikurinn við Belgíu gæti verið erfiður þar sem Roberto Martinez og Thierry Henry (þjálfarar Belgíu) þekkja liðið okkar vel."
Athugasemdir
banner
banner
banner