Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 02. desember 2017 13:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Björn að fara í sitt áttunda tímabil með Kristianstad
Björn og Elísabet Gunnarsdóttir.
Björn og Elísabet Gunnarsdóttir.
Mynd: Twitter
Björn Sigurbjörnsson hefur skrifað undir nýjan samning við sænska liðið Kristianstad.

Björn fór út til Kristianstad árið 2011 og hefur verið aðstoðarþjálfari Elísabetu Gunnarsdóttur síðan þá.

Næsta tímabil verður hans áttunda hjá félaginu.

„Ég tel að þetta sé rétt fyrir mig. Ég og Beta erum enn að þróa okkur áfram sem þjálfarateymi og leikmennirnir eru enn að þróa sig áfram hjá okkur," sagði Björn eftir að hafa skrifað undir.

Elísabet hefur stýrt Kristianstad frá 2009 með góðum árangri. Hún var valin þjálfari ársins á síðustu leiktíð eftir að hafa stýrt Kristianstad í fimmta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar ásamt Birni.

Elísabet skrifaði nýverið undir nýjan tveggja ára samning við Kristianstad og mun halda áfram góðu starfi sínu hjá félaginu, og nú er það ljóst að Björn verður með henni áfram.

Sjá einnig:
Elísabet: Okkur hefur ekki tekist að fá unga íslenska leikmenn

Ásamt því að gegna starfi aðstoðarþjálfara mun Björn líka starfa við þjálfun yngri flokka hjá félaginu.

Hjá Kristianstad leikur einn íslenskur leikmaður, landsliðskonan og varnarjaxlinn Sif Atladóttir.





Athugasemdir
banner
banner