Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 02. desember 2017 12:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiður Smári: Kannski er Messi einhverfur
Mynd: Getty Images
„Hann var bara stráklingur þegar við spiluðum saman," sagði Eiður Smári Guðjohsen er hann var spurður út í Lionel Messi í þættinum Vikan með Gísla Marteini á RÚV í gær.

Ísland er í riðli með Argentínu á HM, en það skýrðist í gær. Í liði Argentínu er að finna leikmann að nafni Lionel Messi, einn besta fótboltamann fyrr og síðar.

Eiður Smári spilaði með Messi hjá Barcelona þegar Messi var að verða besti leikmaður heims, en hann er það enn þann daginn í dag með Cristiano Ronaldo.

„Hann fór svo auðvelt með þetta. Það voru allir að tala um það að hann yrði bestur í heimi og fyrir honum var það bara eðlilegt. Svo mætti hann bara með tyggjó í Adidas-gallanum sínum og var ekki að spá í neinu," sagði Eiður um argentíska snillinginn.

„Hann hefur aðeins breyst síðan, nú snýst allt um ímynd og samfélagsmiðla; hann hefur aðeins breyst hvað það varðar. En heilt yfir horfi ég alltaf á sama drenginn sem ég kynntist, gæi sem elskar fótbolta og vissi að hann væri bestur í heimi."

En hvað gerir Messi að þeim besta?

„Ég las grein sem einhver skrifaði um Messi þar sem því var haldið fram að hann væri einhverfur, að hans gáfa væri fótbolta. Hann sæi hlutina í öðru ljósi en hinir."

„Svo fór ég að hugsa að það gæti eitthvað verið til í þessu."

Smelltu hér til að horfa á þáttinn frá því í gærkvöldi.



Athugasemdir
banner
banner
banner