banner
   lau 02. desember 2017 14:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Chelsea með laglegan sigur á Newcastle
Chelsea fagnar hér þriðja marki sínu sem Eden Hazard skoraði úr vítaspyrnu.
Chelsea fagnar hér þriðja marki sínu sem Eden Hazard skoraði úr vítaspyrnu.
Mynd: Getty Images
Chelsea 3 - 1 Newcastle
0-1 Dwight Gayle ('12 )
1-1 Eden Hazard ('21 )
2-1 Alvaro Morata ('33 )
3-1 Eden Hazard ('74 , víti)

Chelsea er komið á mikið skrið í ensku úrvalsdeildinni. Englandsmeistararnir áttu ekki í teljandi vandræðum með nýliða Newcastle á Stamford Bridge í hádeginu.

Newcastle komst reyndar yfir í leiknum, en Chelsea var ekki lengi að jafna og komast síðan yfir. Eden Hazard og Alvaro Morata skoruðu mörk Chelsea en það var Dwight Gayle sem skoraði fyrir Newcastle.

Þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir fékk Chelsea síðan vítaspyrnu sem Hazard skoraði úr, 3-1 og þannig enduðu leikar.

Chelsea hefur ekki tapað deildarleik síðan 14. október og er farið að berjast við Manchester-liðin tvö. Chelsea er nú með jafnmörg stig og Manchester United, sem á leik til góða seinna í dag gegn Arsenal. Það hefur gengið verr hjá Newcastle sem hefur ekki unnið frá 21. október og er sem stendur í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner