Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 02. desember 2017 11:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola sér eftir því að hafa gargað á Redmond
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segist sjá eftir því hvernig hann gargaði á Nathan Redmond, leikmann Southampton, eftir viðureign liðanna í vikunni.

Guardiola, sýndi óvenjulega framkomu við Redmond eftir leikinn og virtist sem hann væri að hella sér yfir leikmanninn.

Guardiola og Redmond hafa þó báðir sagt að Spánverjinn hafi í raun verið að hrósa leikmanninum og segja honum hversu góður hann væri. Guardiola sér þó eftir því hvernig hann talaði.

„Ég get stundum ekki haft sjórn á sjálfum mér. Vonandi get ég bætt mig," sagði Guardiola við blaðamenn. „Ég það sama í Munich, við fyrrum leikmann minn, Joshua Kimmich."

„Ég sá eftir því þá og ég geri það líka núna."

„Ég er búinn að útskýra hvað gerðist. Ef fólk trúir mér ekki, þá er óþarfi að halda blaðmannafundi eins og þennan."

FA, enska knattspyrnusambandið, hefur verið að fara yfir málið og Guardiola þarf að senda skriflega útsendingu fyrir 4. desember.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner