Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 02. desember 2017 14:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hazard: Ég vil bara að markvörðurinn hreyfi sig
Mynd: Getty Images
Eden Hazard var ekki svekktur með að ná ekki þrennunni gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hazard skoraði tvö og var allt í öllu í 3-1 sigri Chelsea á Newcastle.

„Það er ekki vandamál fyrir mig (að ná ekki þrennunni). Við unnum og það er það sem skiptir mestu fyrir mig," sagði Hazard.

Hazard var tekinn af velli á 78. mínútu.

„Við spilum aftur á þriðjudaginn og það er því gott að fá hvíld. Þegar ég er kominn með tvö þá vil ég auðvitað ná þrennunni en þetta er ekkert vandamál."

Annað mark Hazard kom úr vítaspyrnu, en hann var ískaldur og „tjippaði" boltanum í markið.

„Ég vil bara að markvörðurinn hreyfi sig, ef hann hreyfir sig ekki er ég í veseni. Hann hreyfði sig, þetta var góð vítaspyrna."
Athugasemdir
banner
banner