Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 02. desember 2017 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hughes: Atkinson ætti ekki að vera að dæma um helgina
Mark Hughes.
Mark Hughes.
Mynd: Getty Images
Mark Hughes, knattspyrnustjóri Stoke, er enn mjög fúll út í Martin Atkinson, dómara.

Atkinson dæmdi leik Stoke og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í vikunni, sem Liverpool vann 3-0.

Þar átti sér stað mjög umdeilt atvik. Simon Mignolet braut af Mame Biram Diouf, sem var við það að koma sér í upplagt marktækifæri. Atkinson gaf Mignolet aðeins gult spjald, en það var Hughes allt annað en sáttur með.

„Ég sé ekki af hverju hann á að dæma um helgina. Allir sáu að þetta hefði verið rautt spjald, nema hann. Svona ákvarðanir pirra mig sem knattspyrnustjóra," sagði Hughes.

Atkinson fær að vera með flutuna í dag, þrátt fyrir reiði Hughes, þegar Tottenham og Watford mætast.

Sjá einnig:
Myndband: Átti Mignolet að fá rautt?
Athugasemdir
banner
banner