Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 02. desember 2017 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland - Argentína einn þeirra leikja sem má ekki missa af
Icelandair
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Dregið var í riðla fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi við hátíðlega athöfn í Kremlín í Moskvu í gær.

Ísland er á meðal þáttökuþjóða á mótinu eins og allir ættu að vita. Við Íslendingar erum í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu.

Daily Mail hefur ákveðið að setja saman lista yfir fimm leiki í riðlakeppninni sem má ekki missa af.

Einn af leikjunum sem minnst er á í fréttinni er leikur Íslands og Argentínu. Leikurinn verður fyrsti leikur Íslendinga á HM, en hann fer fram í Moskvu, á heimavelli Spartak Moskvu, 16. júní.

Fram kemur að sjálfstraustið sé í botni hjá Íslandi á meðan staðan sé önnur hjá argentíska liðinu, það sé í krísu. Blaðamaður Daily Mail segist svo hlakka til að sjá víkingaklappið í Moskvu.

Leikirnir fimm sem má ekki missa af:
Rússland - Sádí-Arabía (14. júní)
Portúgal - Spánn (15. júní)
Argentína - Ísland (16. júní)
Þýskaland - Svíþjóð (23. júní)
England - Belgía (28. júní)

Sjá einnig:
Svona eru riðlarnir fyrir HM
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner