lau 02. desember 2017 17:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Liðsuppstilling okkar kom öllum á óvart
Mynd: Getty Images
„Naut ég þess að horfa á þetta? Eiginlega ekki, ekki allan leikinn. Við þurftum að vera þolinmóðir í byrjun og venjast því hvernig Brighton spilaði," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir 5-1 sigur á Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Við skoruðum tvö stórkostleg mörk. Það var gaman að horfa á þau. Við náðum þriðja markinu inn sem var góð hugmynd í leik eins og þessum. Mark Brighton gerði leikinn meira spennandi áður en okkur tókst að loka honum vel," sagði Klopp.

Klopp gerði nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu og ekki er annað hægt að segja en að þær hafi virkað prýðilega.

„Við höfðum ekki hugmynd um hvernig við ætluðum að stilla upp fyrr en á fundi í gær og ég er ánægður með stákana vegna þess að þeir náðu að aðlagast á skömmum tíma."

„Uppstilling okkar kom öllum á óvart. Það var fínt að geta gert þetta. Þeir aðlöguðust og unnu sína vinnu."
Athugasemdir
banner
banner
banner