Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 02. desember 2017 11:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Króatar byrjaðir að tísta á íslensku
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Ísland og Króatía munu mætast enn eina ferðina, nú á HM sem fram fer í Rússlandi næsta sumar.

Ísland og Króatía drógust saman í riðil þegar dregið var í riðla fyrir lokakeppni Heimsmeistaramótsins í Moskvu í gær.

Við þekkjum það vel að spila gegn Króatíu eftir að hafa verið með þeim í riðli í undankeppninni fyrir mótið í Rússlandi ásamt því að mæta þeim í umspilinu fyrir HM 2014.

Liðin tvö þekkja vel inn á hvort annað og knattspyrnusamböndin hjá þjóðunum eru líka farin að þekkjast vel.

KSÍ sendi kveðju á kollega sína frá Króatíu eftir að dregið var og í kjölfarið fóru Króatarnir að tísta á íslensku.

Þetta má sjá hér að neðan.





Athugasemdir
banner
banner
banner