Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 02. desember 2017 10:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sky: Man Utd hefur áhuga á Goretzka
Samningur Goretzka er að renna út. Önnur félög geta farið að ræða við hann í kringum áramótin.
Samningur Goretzka er að renna út. Önnur félög geta farið að ræða við hann í kringum áramótin.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur áhuga á miðjumanninum Leon Goretzka samkvæmt heimildum Sky Sports.

Goretzka hefur leikið í kringum 100 leiki fyrir Schalke þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára að aldri.

Núgildandi samningur Goretzka við Schalke rennur út næsta sumar og honum er frjálst að byrja að ræða við önnur félög, utan Þýskalands, þann 1. janúar næstkomandi.

Schalke vill endilega halda í Goretzka og er tilbúið að gera hann að launahæsta leikmanni í sögu félagsins. En enn sem komið er hefur Goretzka ekki viljað skrifa undir nýjan samning. Talið er að hann muni ákveða framtíð sína á meðan vetrarfríið í Þýskalandi er.

Goretzka þykir fjölhæfur en hann getur leyst stöður inn á miðjum vellinum sem og út á kanti.

Hann á 12 landsleiki fyrir Þýskalandi og í þeim hefur hann skorað sex mörk. Goretzka var einn besti leikmaður Álfukeppninnar sem haldin var í Rússlandi í sumar.

Goretzka hefur einnig verið orðaður við Juventus, Barcelona, Tottenham Arsenal, sem og Bayern München. Það verður spennandi að sjá hvar hann lendir, hvort hann verði áfram í herbúðum Schalke eða rói á önnur mið og prófi eitthvað annað.


Athugasemdir
banner
banner
banner