Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 02. desember 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Southgate ætlar að forðast sömu sögu og gegn Íslandi
Gareth Southgate.
Gareth Southgate.
Mynd: Getty Images
Dagurinn er mánudagur, 27. júní 2016. Klukkan er um tíu mínútur í níu að kvöldi til og Ísland er nýbúið að leggja sjörnum prýtt lið Englands að velli í „Hreiðrinu í Nice" á EM í Frakklandi. Þetta kvöld mun seint gleymast í hugum íslensku þjóðarinnar.

Englendingar munu víst líka seint gleyma þessu enda var þetta og er einhver mesta skömm sem dunið hefur yfir enskan fótbolta.

Leikmenn enska landsliðið og allir í kringum það fengu að finna fyrir því enskum fjölmiðlum daginn eftir leik og marga daga eftir það. Enn þann dag í dag rifja enskir fjölmiðlar upp þennan leik.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, ætlar að sjá til þess að svona gerist ekki á HM í Rússlandi næsta sumar. Þar er England í riðli með Belgíu, Túnis og Panama.

„Við höfum verið góðir í að afskrifa lið og tapa síðan á móti þeim. Við verðum að vera vel undirbúnir fyrir hvern einasta leik," sagði Southgate eftir að dregið var í gær.

Southgate þekkir það vel að tapa gegn litla liðinu í ensku
landsliðstreyjunni. Hann var í liðinu sem tapaði 2-0 gegn, einmitt Túnis á HM 1998 í Frakklandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner