banner
   lau 02. desember 2017 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stóri Sam ætlar að koma Everton í Evrópukeppni og bikarúrslit
Sammi er mættur.
Sammi er mættur.
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce var á dögunum ráðinn stjóri Everton. Hann hélt sinn fyrsta blaðamannafund eftir að hann tók við, í gær.

Tímabilið hefur ekki farið vel af stað hjá Everton og það er vægt til orða tekið. Þegar Ronald Koeman var rekinn var liðið í fallsæti, en gengið hefur aðeins skánað að undanförnu og er liðið nú í 13. sæti.

„Ég vil sjá félagið vaxa og standast þær væntingar sem gerðar eru," sagði Allardyce á blaðamannfundinum.

Hann segir að markmiðið sé að koma Everton í Evrópusæti og það myndi ekki skemma fyrir að ná bikarævintýri á sama tíma.

„Þeir báðu mig um að taka við og koma á stöugleika hjá félaginu. Ég vil gera miklu meira en það. Á síðasta tímabili endaði Everton í sjöunda sæti og mitt starf er að stýra félaginu aftur í rétta átt, að berjast um Evrópusæti og komast í bikarúrslit."

Everton leikur gegn Huddersfield í dag. Það verður fyrsti leikur Sam Allardyce við stjórnvölin hjá Everton.
Athugasemdir
banner
banner
banner