lau 02. desember 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvö slökustu liðin mætast í opnunarleiknum
Mynd: Getty Images
Opnunarleikur HM í Rússlandi er ekki mest spennandi leikur mótsins, að minnsta kosti ekki á þessu tímapunkti.

Dregið var í riðla fyrir mótið í gær, við hátíðlega athöfn í Moskvu.

Heimamenn í Rússlandi voru ágætlega heppnir þegar dregið var, en Rússar eru í riðli með Sádí-Arabíu, Egyptalandi og Úrúgvæ.

Opnunarleikurinn verður á milli heimamanna í Rússlandi og Sádí-Arabíu, en þetta eru tvö slökustu lið keppninnar ef tekið er mark á heimslista FIFA. Rússland er 65. sæti listans og Sádí-Arabía fylgir fast á hæla gestgjafanna í 63. sæti.

A-riðillinn, riðill Rússa, er líka langveikasti riðillinn ef FIFA listinn er skoðaður eins og sjá má hér

Þetta er eins og áður segir ekki mest spennandi opnunarleikurinn, en hann verður skemmtilegur samt sem áður.



Athugasemdir
banner
banner
banner